Opið fyrir umsóknir í fjallanámi FAS

31.mar.2023

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í fjallamennskunáminu okkar í FAS. Námið hefur verið endurskipulagt til að mæta sem best þörfum nemenda. Námið samsett úr verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi.

Eins og áður er boðið upp á grunnnám í fjallamennsku annars vegar og framhaldsnám hins vegar. Nemendur í grunnnámi hafa val um það hvort þeir taka námið á tveimur önnum eða fjórum. Þeir sem ljúka því námi fá tiltekin réttindi innan fagfélags íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG, og kallast námsleiðin leiðsögumaður með áherslu á jöklaleiðsögn.

Framhaldsnámið er kennt á tveimur önnum og þurfa nemendur að hafa lokið grunnnáminu hjá FAS til að geta sótt þar um. Námsleiðin þar kallast leiðsögumaður með áherslu á fjallgönguleiðsögn og er sérhæft nám í fjallamennsku.

Nú hefur verið tekið upp svokallað einingagjald í fjallamennskunáminu. Fullt nám í eina önn kostar 75.000 krónur og hálft nám 35.000 og á það við bæði um grunnnám og framhaldsnám. Allar nánari upplýsingar um námið er að finna á fjallanam.is og það er líka sótt um á þeirri síðu. Umsóknarfrestur er til 21. apríl.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...